Miklar væntingar standa til þess að niðurstöður Matsferils nýtist til umbóta í skólastarfi.
Freyja Birgisdóttir
Freyja Birgisdóttir

Freyja Birgisdóttir

Menntamálaráðherra birti nýverið áform í samráðsgátt um að leggja niður samræmd könnunarpróf og innleiða í stað þeirra nýtt námsmatskerfi sem fengið hefur nafnið Matsferill. Samræmd próf hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku menntakerfi og því ekki að undra að svo stórt og afgerandi skref skapi miklar umræður í samfélaginu og jafnvel efasemdir um það fyrirkomulag sem taka á við. Nýrri Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur verið falið að þróa og innleiða Matsferil og er það eitt af okkar mikilvægustu verkefnum. Því viljum við varpa skýrara ljósi á hvað Matsferill er og hvaða hlutverki hann komi til með að gegna í skólastarfi.

Metur námslega framvindu jafnt og þétt

Matsferill er safn matstækja sem dregur upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda jafnt og þétt yfir

...