Lomborg er vel þekktur fyrir sjónarmið sín, sem ganga þvert á ríkjandi alþjóðlega sýn og áhyggjur vegna sívaxandi loftslagsbreytinga.
Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

Hjörleifur Guttormsson

Morgunblaðið birti mánudaginn 29. júlí grein eftir Danann Bjørn Lomborg undir fyrirsögninni „Þessi alheimska samstaða var aðeins tíbrá“. Það var ein af nokkrum greinum, sem blaðið hefur að undanförnu sótt í smiðju þessa þekkta andmælanda skaðlegra loftslagsbreytinga af mannavöldum, sem magnast hafa vegna notkunar sívaxandi kolefniseldsneytis á heimsvísu. Höfundurinn er vel þekktur fyrir sjónarmið sín, sem ganga þvert á ríkjandi alþjóðlega sýn og áhyggjur vegna sívaxandi loftslagsbreytinga sem menn hafa hrundið af stað með notkun jarðefnaeldsneytis. Lomborg er vissulega ekki einn um slíkan máflutning, en sækir nú í sig veðrið m.a. hjá hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum í ríkjum innan Evrópusambandsins.

Hér verður ekki rakinn ferill og málflutningur Lomborgs, sem

...