„Fyrst var þetta högg en fljótt sá ég í þessu atviki ákveðna fegurð,“ segir myndlistarmaðurinn kunni Tolli Morthens sem lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, varð vitni að atvikinu
Útsýnið Árni fangar hér náttúrufegurðina, listamanninn og (nú týnda) málverkið í stórbrotnu umhverfi.
Útsýnið Árni fangar hér náttúrufegurðina, listamanninn og (nú týnda) málverkið í stórbrotnu umhverfi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Fyrst var þetta högg en fljótt sá ég í þessu atviki ákveðna fegurð,“ segir myndlistarmaðurinn kunni Tolli Morthens sem lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, varð vitni að atvikinu.

„Ég hef verið að fara með trönur og olíuliti til að gera atlögu að þessu hálendi og mála það „live“. Ég vildi ná tveimur til þremur slíkum myndum en ég er að undirbúa sýningu [í Hafnartorgi á Menningarnótt] sem sækir efniviðinn í Kerlingarfjöll og Landmannalaugar. Mig langaði að tengjast viðfangsefninu lífrænt en um leið tengjast goðsögninni um íslenska landslagsmálarann þar sem Kjarval stendur mest upp úr. Hann var inni í hrauni eða úti í mosanum, Ásgrímur [Jónsson] var norður á Húsafelli og Ólafur Túbals fyrir austan,

...