Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Viðskiptablaðið fjallar í forystugrein um verðbólgu og vexti, sem illa gengur að tjónka við, en blaðið öfundar dr. Ásgeir Jónsson og Seðlabankann ekki af sínu vanþakkláta verkefni, sem hann standi nánast einn í.

Nóg sé hins vegar af gagnrýnendum. „Verkalýðsforingjar, þingmenn og ýmsir fleiri hafa í enn eitt skiptið risið upp á afturlappirnar og hjólað í [peningastefnunefnd] fyrir að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fremst í flokki hefur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, farið.

Nokkrum dögum fyrir vaxtaákvörðun reyndi hún ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, við Íslandsmet í lýðskrumi án atrennu. Í aðsendri grein á Vísi sögðu þau að ef peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði ekki vexti ætti ríkisstjórnin að grípa til neyðarlaga.

...