Að leggja Ísland undir erlenda kolefnisbindingu hljómar fráleitt

Kapp þeirra sem telja kolefnisbindingu meðal brýnustu verkefna mannsins um þessar mundir, næstum jafn brýna og að takmarka útblástur kolefnis, hleypur stundum með þá í gönur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, vék að einu verkefni af þessu tagi í grein hér í blaðinu á dögunum. Þar lýsti hún því hvernig hún hefði „með nokkurri undrun“ lesið „fréttir af undirbúningi stórtækrar skógræktar – með gróðursetningu stafafuru og lerkis, alls 290 þúsund trjáa – við Húsavík“. Að þeirri framkvæmd stæði fyrirtæki sem hygðist selja kolefniseiningar á markaði, en til stæði að planta trjánum í gróið mólendi, sem nyti verndar samkvæmt Bernarsamningnum.

Þá vitnaði Þórunn til prófessors og sérfræðings í landnýtingu sem segði að „þegar horft sé til langs tíma sé lággróður líkt og sá sem plægður var burt við Húsavík

...