Sumarið sem aldrei kom er brátt á enda og hefðbundin haust- og vetrarverk bíða landsmanna. Þar á meðal eru hinar vinsælu skemmtanir og matarhátíðir í kringum jólin. Þessa dagana hrúgast inn auglýsingar um jólatónleika og jólahlaðborð þótt enn séu 115 dagar til jóla
Skemmtun Landsmenn flykkjast á tónleika fyrir jólin og Emmsjé Gauti verður með Jülevenner í ÍR-höllinni.
Skemmtun Landsmenn flykkjast á tónleika fyrir jólin og Emmsjé Gauti verður með Jülevenner í ÍR-höllinni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Sumarið sem aldrei kom er brátt á enda og hefðbundin haust- og vetrarverk bíða landsmanna. Þar á meðal eru hinar vinsælu skemmtanir og matarhátíðir í kringum jólin. Þessa dagana hrúgast inn auglýsingar um jólatónleika og jólahlaðborð þótt enn séu 115 dagar til jóla. Ljóst er að hörð keppni verður meðal veitingamanna og skemmtikrafta um hylli Íslendinga. Ekki verður beint ókeypis að sækja slíkar skemmtanir þetta árið því algengt verð á jólahlaðborði er tæpar 16 þúsund krónur á mann og algengt verð á jólatónleika litlu minna. Þannig þurfa hjón sem kaupa sér bestu sætin á tónleika Siggu Beinteins og fara á jólahlaðborð á Vox á undan að greiða tæpar 64 þúsund krónur fyrir kvöldið. Ef fólk kýs að fá sér vínglas eða tvö og tekur leigubíl á milli staða hækkar þessi tala til muna.

Tímamót hjá Bubba Morthens

Þegar hefur verið tilkynnt

...