Anna Hrefna Ingimundardóttir
Anna Hrefna Ingimundardóttir

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi verðbólgu og vexti við mbl.is í fyrradag. Hún sagði „sérstaklega áhugavert núna [...] að verðbólgan án húsnæðisliðarins er komin inn fyrir vikmörk Seðlabankans“.

Hún bætti við: „Við sjáum að eins og verið hefur er það er húsnæðisliðurinn sem er að drífa þessa verðbólgu áfram og það er áhugavert að þetta háa vaxtarstig hafi ekki náð að draga meira úr eftirspurninni þar.“

Anna Hrefna benti líka á að ljóst væri orðið að það stefndi í mikinn framboðsskort á húsnæðismarkaði. Hún telur að vextirnir spili þar inn í en leggur líka áherslu á lóðaskort: „Þetta er ein af helstu skýringunum sem við heyrum frá uppbyggingaraðilum en þeir hafa líka ítrekað talað um takmarkað lóðaframboð.

...