1921 Þúsundir manna spilla heilsu sinni og gáfum með þessari eitur nautn. Andvari í grein í Morgunblaðinu

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Morgunblaðið hefur frá upphafi verið vettvangur skoðanaskipta almennings. Árið 1921 birtust til dæmis hressilegar greinar um tóbaksreykingar á síðum blaðsins en athygli vekur, að engin þeirra var rituð undir fullu nafni heldur undir dulnefni eða upphafsstöfum höfundanna.

Sá sem reið þar á vaðið kallaði sig Andvara og hann talaði enga tæpitungu í grein sinni, sem bar yfirskriftina „Þungur skattur“ og birtist í blaðinu 27. febrúar:

„Margir kveina og kvarta undan þungum álögum til opinberra þarfa. En þeir kvarta eigi undan þeim sköttum, sem þeir leggja sjálfir á sig í óþarfa

...