Árangur sést af lagabreytingu. Jákvæð skilaboð forsætisráðherra

Tölur sem Morgunblaðið sagði frá á laugardag og sýna loks jákvæða þróun í útlendingamálum benda til að þær lagabreytingar sem náðst hafa fram, og líklega einnig breyttur tónn í umræðunni hér á landi, séu farnar að skila sér í færri umsóknum um alþjóðlega vernd og fleiri endursendingum þeirra sem hingað hafa komið í heimildarleysi. Þetta er mjög mikilvægt og miklu meira en tímabært, en því miður virðist þessi málaflokkur hafa þurft að fara algerlega úr böndunum til að þingmenn vöknuðu og féllust á breytingar. Þó alls ekki allir.

Ísland hefur um árabil haft allt aðrar og veikari reglur um þessi mál en nágrannalöndin sem orðið hefur til þess, eins og augljóst mátti vera og ítrekað var bent á, að straumurinn beindist hingað. Ástandið hefur orðið óbærilegt, ekki aðeins vegna tugmilljarða kostnaðar fyrir skattgreiðendur, heldur einnig vegna þess að slíkur fjöldi fólks á flótta frá

...