Viðkvæðið er það sama og í Litlu gulu hænunni hjá öllum þegar rætt er um hverjum ólæsi sé að kenna, svarið er: „Ekki ég.“
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Mikið er óskapast yfir því að drengir séu „ólæsir“ í lok grunnskólagöngu. Nú er látið eins og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra beri einn alla sök á því hvernig komið er. Ásmundur Einar hefur þó aðeins í tæp þrjú ár gegnt starfi menntamálaráðherra. Mér skilst að vandamálið sé ekki fætt í gær og jafnvel séu áratugir síðan fór að bera á ólæsi drengja. Við sem eldri erum munum að við lærðum að lesa við eldhúsborðið heima og það var Litla gula hænan sem skipti sköpum í okkar menntun þá. Flosi Ólafsson leikari og húmoristi orti þessa vísu um sína menntun:

Las ég mér til menntunar

margan doðrant vænan,

en lærdómsríkust lesning var

Litla gula hænan.

Það er jafn vitlaust að kenna Ásmundi Einari um vandræði

...