„Niðurstöður þessarar félagshagfræðilegu greiningar eru að Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er metinn þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting. Það þýðir að núvirtur ábati, á verðlagi ársins 2023, er meiri en núvirtur kostnaður.“ Svona…
Borgarlína Svona gæti ásýnd hennar orðið, gangi áætlanir eftir. Þetta er tölvuteikning, og ekki endanleg útfærsla.
Borgarlína Svona gæti ásýnd hennar orðið, gangi áætlanir eftir. Þetta er tölvuteikning, og ekki endanleg útfærsla. — Tölvuteikning/Betri samgöngur ohf.

Baksvið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

„Niðurstöður þessarar félagshagfræðilegu greiningar eru að Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er metinn þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting. Það þýðir að núvirtur ábati, á verðlagi ársins 2023, er meiri en núvirtur kostnaður.“

Svona komast skýrsluhöfundar verkfræðistofunnar COWI að orði þegar þeir lýsa niðurstöðu rannsóknar sinnar á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem hefur verið uppfærður og nú metinn á 311 milljarða króna fram til ársins 2040. Verkfræðingarnir unnu 84 síðna skýrslu um málið en þar segir að á næstu 50 árum muni ábatinn af sáttmálanum nema 1.140 milljörðum króna (á verðlagi ársins 2023). Til að setja upphæðina í samhengi nemur ábatinn tæplega heildarútgjöldum ríkissjóðs á árinu

...