Fulltrúar stjórnvalda í Kænugarði, þ. á m. varnarmálaráðherra Úkraínu, sátu nýverið fundi með bandarískum stjórnvöldum þar sem þeir lögðu áherslu á að Vesturlönd afléttu án tafar takmörkunum á notkun ýmissa vestrænna vopnakerfa, einkum langdrægra eldflauga
Fyrsta hjálp Úkraínskir hermenn sjást hér æfa á Bretlandseyjum en fjölmargir hafa fengið þjálfun þar.
Fyrsta hjálp Úkraínskir hermenn sjást hér æfa á Bretlandseyjum en fjölmargir hafa fengið þjálfun þar. — AFP/Justin Tallis

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Fulltrúar stjórnvalda í Kænugarði, þ. á m. varnarmálaráðherra Úkraínu, sátu nýverið fundi með bandarískum stjórnvöldum þar sem þeir lögðu áherslu á að Vesturlönd afléttu án tafar takmörkunum á notkun ýmissa vestrænna vopnakerfa, einkum langdrægra eldflauga. Segja Úkraínumenn mikilvægt að þeim verði leyft að sprengja upp skotmörk langt inni í rússnesku landi. Þannig megi stórskaða hergagnaframleiðslu Rússlands og getu þeirra til árása.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir vel hægt að ljúka stríðinu á sanngjarnan hátt fyrir Úkraínu með því einu að beita langdrægum eldflaugum Vesturlanda í meira mæli og það innan landamæra Rússlands.

„Ef ákveðið verður að aflétta öllum takmörkunum og okkur leyft að ráðast gegn Rússlandi með

...