Víðtækt átak þarf til að bregðast við hnífaburði

Á sunnudag dó Bryndís Klara Birgisdóttir, 17 ára stúlka sem barist hafði fyrir lífi sínu í rúma viku eftir að hafa verið særð til ólífis með hnífi í fólskulegri árás á menningarnótt í Reykjavík. Þar lágu einnig piltur og önnur stúlka sár eftir árásarmanninn, sem sjálfur er aðeins 16 ára gamall.

Öllum landsmönnum brá við þessar skelfilegu fréttir, fyrst um fyrri helgi og aftur um þessa helgi. Ísland hefur lengst af verið friðsælt land og skefjalaus ofbeldisbrot með vopnavaldi afar fátíð. Hvað þá þegar slíkt gerist í fjölmenni í miðbæ höfuðborgarinnar, á hátíð þar sem fagna á mannsandanum og sjálfri menningunni.

Voðaverkið á menningarnótt hefur því vakið marga upp við vondan draum, þó tölfræði sé ótvíræð um að slíkir verknaðir hafi færst í aukana nokkur undanfarin ár. Það má að hluta rekja til þess að íbúum landsins hefur fjölgað ört, en

...