Sigurbjörg Þrastardóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir

Sigurbjörg Þrastardóttir pistlahöfundur skrifaði sláandi grein í blaðið fyrir fáeinum dögum. Hún bendir á „torgin“, sem eru ekki torg. „Hallir“ rísa, eins og mathallir, og er þýðing á „food hall“. Hall er salur/skáli. „Þetta minnir á þá tíma,“ segir höfundur, „þegar allar nýjar stofnanir fengu viðskeytið stofa. Samgöngustofa, Ferðamálastofa og hver veit hvað, húsakynnin ekki beint stofur, „en komst einhvern veginn í móð“.“

Þá bendir hún „á það allra nýjasta (sem sumir fella undir skilgreiningu á þræðinum um torgvæðinguna: það er verið að gefa slæmum hugmyndum gildishlaðin og jákvæð nöfn), hina yfirvofandi „lundi“.“

Búrfellslundur fer þar fremstur, þar munu rísa 30 vindmyllur, stæðileg mannvirki og að vísu með greinakransi efst, en þó –

...