Fyrst er farið í frí til útlanda og svo er kreditkortareikningnum dreift með 17% vöxtum í kjölfarið. Nú er meira að segja hægt að kaupa snúð og kókómjólk á láni í matvöruverslunum.

Fjármál

Björn Berg Gunnarsson

Ráðgjafi og fyrirlesari

Það má þakka þeim fyrir ýmislegt nytsamlegt. Svíar færðu okkur bílbeltið og Lars Lagerbäck. En þeim hættir þó til að mistakast hrapallega. Þannig sökk merkilegasta skip þeirra eftir rétt eins kílómetra siglingu, Alfred Nobel sprengdi bróður sinn í loft upp, skánski framburðurinn er kapítuli út af fyrir sig og loks er það vöskunin, eða „vaskning“.

Hvernig datt þeim þetta í hug?

Það hljómar ef til vill of sænskt til að geta verið satt, en fyrir rúmum áratug þótti víst smart að panta tvær kampavínsflöskur á skemmtistað og láta hella annarri þeirra í vaskinn. Meðan á vitleysunni stóð fylgdist kaupandinn útbelgdur og stoltur með, í veikri von um að ganga í

...