Sviðsljós

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Áform eru uppi um stórfellt laxeldi í Fjallabyggð, en ætlunin er að framleiða árlega 20 þúsund tonn af ófrjóum laxi. Ætlunin er að starfsemin verði þrískipt, þ.e. seiðaeldi, landeldi og kvíaeldi. Seiðaeldið mun fara fram í fyrrverandi mjölskemmu SR mjöls á Siglufirði, landeldið í höfninni í Ólafsfirði og áframeldið í kvíum í fjörðum á Tröllaskaga.

Seiðaeldið verður á Siglufirði þar sem seiðin verða alin upp í 200-250 grömm að þyngd, þau síðan alin áfram í kvíum í höfninni Ólafsfirði og loks flutt þaðan í eldiskvíar úti í firði, en þá er gert ráð fyrir að þau verði orðin 1,5-2 kíló. Kleifar fiskeldi standa að þessu verkefni, en fjárfestingin sem í verður ráðist, fáist öll tilskilin leyfi til starfseminnar, er áætluð um

...