Við skuldum gamla fólkinu að það geti lifað á síðasta æviskeiði sínu með reisn og vellíðan.
Úrsúla Jünemann
Úrsúla Jünemann

Úrsúla Jünemann

Nú er talað um að það þyrfti að byggja nýtt fangelsi með miklum tilkostnaði. Ég varð aðeins hugsi. Hvernig er okkar skattpeningum varið og hver er forgangsröðin? Auðvitað þarf að búa vel að afbrotamönnum ef þeir eiga að feta rétta braut eftir afplánun. En það eru til aðrir hópar í þjóðfélaginu sem þarf að sinna ekki síður.

Ég þurfti að leggjast inn á Landspítala nýlega vegna smá aðgerðar og dvaldi þar í viku. Þar deildi ég herbergi með aldraðri konu með heilabilun. Hún veinaði og kallaði stanslaust og lítið var um svefn. Hjúkrunarkonurnar sinntu henni með alúð og þolinmæði og ég dáðist að þeim. Svona sjúklingar taka mikinn tíma frá starfsfólkinu sem er alltaf á hlaupum og gerir sitt besta. Þar sem ég varð fljótlega sjálfbjarga fannst mér mig ekki skorta neitt. En þetta er auðvitað slæmt ástand. Eftir aðra svefnlausa nótt fékk ég

...