Kerlingin á Skólavörðuholtinu rak augun í svarvísur karlsins á Laugaveginum í Vísnahorninu á mánudaginn var. Þar talaði hann um að þau nytu þess að borða saman súrsað rengi. Ekki var nú kerlingin ánægð með þessi orð og sendi honum tóninn: Vitlaus er …

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Kerlingin á Skólavörðuholtinu rak augun í svarvísur karlsins á Laugaveginum í Vísnahorninu á mánudaginn var. Þar talaði hann um að þau nytu þess að borða saman súrsað rengi. Ekki var nú kerlingin ánægð með þessi orð og sendi honum tóninn:

Vitlaus er hann vesalings kjáninn

vafrar götur sí og æ,

þráir heitast bévans bjáninn

bingó spila í Tónabæ.

Bergir stíft á rommi römmu,

ruglaður og spinnegal.

Villist nú á mér og mömmu,

maular hennar súran hval.

Eitt ég vildi góðverk gera,

garminn aðeins

...