Rúmur milljarður fór í þrjár tegundir húsnæðisbóta í ágúst.
Rúmur milljarður fór í þrjár tegundir húsnæðisbóta í ágúst. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) greiddi rúmar 1.022 milljónir króna í húsnæðisstuðning til leigjenda 30. ágúst sl.

Um milljarður króna var vegna leigu í ágúst, en þar af voru um 140 milljónir greiddar til stuðnings Grindvíkingum vegna náttúruhamfara.

Fram kemur í tilkynningu HMS að um þrenns konar stuðning hafi verið að ræða; sértækan stuðning fyrir Grindvíkinga, húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Kópavog og Skagafjörð.