Borgarfulltrúi Samfylkingar vill hækka skatta

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við Ríkisútvarpið að brýnt sé að breyta skattkerfinu og hækka skatta á þá sem hafi fyrst og fremst fjármagnstekjur svo að sveitarfélögin fái auknar útsvarstekjur.

Þetta er ekki eina skattahækkunarhugmynd Samfylkingarinnar, heldur ein af mörgum. Fulltrúar flokksins, einkum þó formaðurinn, tala yfirleitt sem minnst um áform sín um skattahækkanir, en þau eru athyglisverð engu að síður.

Í þessu tilfelli hljómar þetta sakleysislega, það eigi að „breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga“ en auðvitað er tilgangurinn aðeins að auka tekjur sveitarfélaganna enda hafa þau mörg farið óvarlega í fjármálum, ekki síst Reykjavíkurborg þar sem vinstri meirihluti Samfylkingarinnar hefur árum saman staðið þannig að rekstrinum að borgin er

...