Eftir að hafa starfað í stjórnmálum og á fjölmiðli er Karítas reglulegur álitsgjafi og samfélagsrýnir þegar rætt er um þjóðmál í fjölmiðlum.
Eftir að hafa starfað í stjórnmálum og á fjölmiðli er Karítas reglulegur álitsgjafi og samfélagsrýnir þegar rætt er um þjóðmál í fjölmiðlum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Eðli málsins samkvæmt leggur Karítas mikið upp úr því að vera með puttann á púlsinum í samfélaginu, enda hefur hún á starfsferli sínum starfað í greinum sem allar eiga það sameiginlegt að vera með marga snertifleti við samfélagið. Eftir að hafa starfað í stjórnmálum, á fjölmiðli og nú í banka hefur hún verið reglulegur álitsgjafi og samfélagsrýnir þegar rætt er um þjóðmál í fjölmiðlum.

Karítas er fædd og uppalin á Raufarhöfn og var farin að vinna ung, sem hún segir að hafi mótað vinnusemi og vinnusiðferði hennar á fullorðinsárum. Þar myndaðist einnig ábyrgðartilfinning gagnvart samfélaginu, þar sem framlag hvers og eins skiptir miklu máli.

Samhliða starfi sínu sem sérfræðingur í samskiptum hjá Landsbankanum tók hún nýlega við ábyrgð á fræðslumálum á vegum bankans. Hún segist vera spennt fyrir því verkefni þar sem fjármálaheilsa hafi

...