Lítill munur er á undirliggjandi verðbólgu á Íslandi annars vegar og í Bandaríkjunum, á Bretlandi og evrusvæðinu hins vegar. Þó er mikill munur ef mælda verðbólgan er skoðuð. Þetta segir Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir samanburðinn geta gefið skakka mynd ef heildargögnin eru ekki skoðuð.

Verðbólga hefur verið þrálát eða um og yfir 6% undanfarna mánuði hér á landi en hjaðnað langleiðina að markmiði víða annars staðar í vestrænum hagkerfum.

„Ef við skoðum mælda verðbólgu, þá lítur Ísland út eins og svarti sauðurinn í alþjóðlegum samanburði,“ segir Hafsteinn.

Hann útskýrir að tvennt skekki þann samanburð þó verulega. Annars vegar hafi orkuverð í Evrópu lækkað undanfarið ár eftir miklar hækkanir þar á undan, sem dregur mælda

...