Með aukinni nákvæmni við leit að fiski felast tækifæri til þess að lágmarka tíma skips á sjó, minnka eldsneytiskostnað og draga jafnframt úr kolefnislosun vegna skipa
Sigurður Bjartmar Magnússon, Pétur Már Bernhöft og Sveinn Sigurður Jóhannesson stofnendur GreenFish.
Sigurður Bjartmar Magnússon, Pétur Már Bernhöft og Sveinn Sigurður Jóhannesson stofnendur GreenFish.

Nýsköpunarfélagið GreenFish hefur þróað hugbúnað sem byggir á víðfeðmu safni sjólags- og veðurgagna, ásamt gögnum sjávarútvegs sem safnað hefur verið síðustu áratugi. GreenFish nýtir gervigreindarlíkön og vinnslu á ofurtölvum til að gera spá átta daga fram í tímann um staðsetningu afla, magn, gæði og aflasamsetningu á hafkorti. Við þróun hugbúnaðarins hefur fyrirtækið meðal annars verið í samstarfi við Ísfélagið, sem prófaði búnaðinn við makrílveiðar í sumar.

Hugmyndin að hugbúnaðinum kviknaði þegar Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem í dag er framkvæmdastjóri GreenFish, vann að BS ritgerð sinni „Nýsköpun með gervigreind í sjávarútvegi“ í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík (HR). Sveinn er jafnframt menntaður í haftengdri nýsköpun, sem var samstarfsnám HR og Háskólans á Akureyri.

„Eftir viðtöl við helstu sérfræðinga

...