Enski boltinn Ólafur, synir og barnabörn á leiðinni á leik með Liverpool. „Röggi og hans börn halda með Liverpool og þess vegna er ég með Liverpool-trefil. Maður þarf að kunna sig.“
Enski boltinn Ólafur, synir og barnabörn á leiðinni á leik með Liverpool. „Röggi og hans börn halda með Liverpool og þess vegna er ég með Liverpool-trefil. Maður þarf að kunna sig.“

Ólafur Rögnvaldsson fæddist 4. september 1954 í Vinaminni á Hellissandi. Hefur hann búið á Hellissandi alla sína tíð nema þegar hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1974. Hann fór stundum í sveit í Mávahlíð þar sem afi hans og amma voru bændur.

Að loknu námi lá leiðin beint á Hellissand, þar sem faðir Ólafs, Rögnvaldur Ólafsson, var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Þar var farið í öll störf hjá fyrirtækinu, frá móttöku á fiski og upp í það að vera verkstjóri. Hraðfrystihús Hellissands hefur verið eini vinnuveitandi Ólafs alla tíð.

„Það hefur verið gæfuríkt að reka Hraðfrystihús Hellissands að undanskildum miklum bruna sem varð á hraðfrystihúsinu árið 1983, þá var tekið það gæfuríka spor að byggja nýtt frystihús á hafnarbakkanum á Rifi sem var tekið í notkun árið 1985.“ Ólafur hefur tekið að

...