Nýsköpunarfélagið GreenFish hefur þróað hugbúnað sem byggir á víðfeðmu safni sjólags- og veðurgagna, ásamt gögnum sjávarútvegs sem safnað hefur verið síðustu áratugi. GreenFish nýtir gervigreindarlíkön og vinnslu á ofurtölvum til að gera spá átta…
Örvar Guðni Arnarson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Ísfélaginu.
Örvar Guðni Arnarson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Ísfélaginu.

Nýsköpunarfélagið GreenFish hefur þróað hugbúnað sem byggir á víðfeðmu safni sjólags- og veðurgagna, ásamt gögnum sjávarútvegs sem safnað hefur verið síðustu áratugi.

GreenFish nýtir gervigreindarlíkön og vinnslu á ofurtölvum til að gera spá átta daga fram í tímann um staðsetningu afla, magn, gæði og aflasamsetningu á hafkorti. Við þróun hugbúnaðarins hefur fyrirtækið meðal annars verið í samstarfi við Ísfélagið, sem prófaði búnaðinn við makrílveiðar í sumar.

Áður en Ísfélagið prófaði líkanið framkvæmdi GreenFish raunprófanir fyrir árið 2023.

„Það góða við svona forspárlíkön er að þegar við vitum niðurstöðu fyrir til dæmis síðasta ár getum við fjarlægt það ár úr líkaninu, þannig að það hafi bara aðgang að gögnum til og með árinu 2022. Þannig gátum við látið líkanið spá fyrir um árið 2023 byggt

...