Afþreyingarstaðurinn Brons er tiltölulega ný viðbót við menningarlífið í Reykjanesbæ, en þar er meðal annars í boði glæsilegur pílusalur og karaoke-herbergi ásamt sportbar og rúmgóðu herbergi sem þau kalla „góða heiminn“, sem er vinsælt hjá stærri hópum
Brons Suðurnesjabúar þurfa ekki að leita langt að skemmtilegri afþreyingu.
Brons Suðurnesjabúar þurfa ekki að leita langt að skemmtilegri afþreyingu.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Afþreyingarstaðurinn Brons er tiltölulega ný viðbót við menningarlífið í Reykjanesbæ, en þar er meðal annars í boði glæsilegur pílusalur og karaoke-herbergi ásamt sportbar og rúmgóðu herbergi sem þau kalla „góða heiminn“, sem er vinsælt hjá stærri hópum. Davíð Már Gunnarsson, rekstrarstjóri Brons, segir staðinn hafa fengið frábærar viðtökur, en hann segir marga ánægða með að það sé „loksins“ hægt að skella sér út í Reykjanesbæ þar sem boðið er upp á afþreyingu, mat, drykk og skemmtun. „Við Suðurnesjabúar höfum í gegnum árin oft þurft að leita í borgina að ýmiss konar þjónustu en við sáum tækifæri í því að bjóða fólki að skemmta sér heima í bænum okkar og það er mikil ánægja með það,“ segir hann.

Ekkert skemmtilegra

...