Ég ætla að hengja upp nokkrar myndir og stilla upp gömlum bókum, setja þetta í nýtt samhengi. Mér finnst gaman að kippa stökum römmum eða síðum út úr þessum sögum og sjá hvernig þær taka sig út þegar þær eru komnar upp á vegg og innan um…
Stórmarkaður á föstudegi Þessi persóna líkist Bjarna, höfundi sínum, þó nokkuð mikið.
Stórmarkaður á föstudegi Þessi persóna líkist Bjarna, höfundi sínum, þó nokkuð mikið.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég ætla að hengja upp nokkrar myndir og stilla upp gömlum bókum, setja þetta í nýtt samhengi. Mér finnst gaman að kippa stökum römmum eða síðum út úr þessum sögum og sjá hvernig þær taka sig út þegar þær eru komnar upp á vegg og innan um bækur,“ segir Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur um undirbúning útgáfuteitis, þar sem hann fagnar nýju bókinni, Vonarmjólk, á morgun, föstudag.

Myndasagan hefur verið vettvangur Bjarna og miðill frá því hann útskrifaðist frá myndlistaskólanum í Angoulême í Frakklandi fyrir 35 árum. Í nýju bókinni má glögglega sjá að hann hefur komið víða við í efnistökum og prófað ýmsa stíla og aðferðir í myndasögugerðinni.

„Minn persónuleiki er þannig að

...