Hvaldimír Mjaldurinn var með skotsár að sögn dýraverndunarsamtakanna.
Hvaldimír Mjaldurinn var með skotsár að sögn dýraverndunarsamtakanna.

Dýraverndunarsamtökin NOAH og One Whale lýstu því yfir í gær að mjaldurinn Hvaldimír, sem fannst dauður í upphafi mánaðarins, hefði verið skotinn til bana.

Hvaldimír fannst á sínum tíma árið 2019 með sérstakt myndavélarbeisli á bakinu sem merkt var St. Pétursborg, og kom þá sú kenning upp að hann hefði verið þjálfaður af Rússum til að sinna njósnum.

Sögðu forsvarsmenn samtakanna öll verksummerki benda til þess að Hvaldimír hefði verið skotinn og hvöttu þeir norsku lögregluna til þess að hefja sakamálarannsókn á dauða hvalsins.