Grenfell Einn aðstandenda sést hér við vegg með myndum af þeim 72 sem létust í eldsvoðanum 2017.
Grenfell Einn aðstandenda sést hér við vegg með myndum af þeim 72 sem létust í eldsvoðanum 2017. — AFP/Justin Tallis

Forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, baðst í gær formlega afsökunar fyrir hönd breska ríkisins á því að hafa brugðist skyldum sínum gagnvart íbúum Grenfell-turnsins, sem brann til kaldra kola í júní 2017.

Afsökunarbeiðnin kom í kjölfar svartrar skýrslu, þar sem farið var yfir þá misbresti sem leiddu til brunans, en 72 týndu lífi í eldsvoðanum. „Landið brást sinni mestu grundvallarskyldu: að verja ykkur og ástvini ykkar,“ sagði Starmer í yfirlýsingu, sem hann las upp í neðri deild breska þingsins.

Martin Moore-Bick, sem leiddi óháða rannsókn á slysinu, sagði í gær að brunann mætti rekja til „áratugalangrar vanhæfni“, þar sem bæði breska ríkið og aðilar í byggingariðnaði hefðu brugðist. Sagði Moore-Bick að koma hefði mátt í veg fyrir andlát allra þeirra 72 sem fórust í

...