Með aðildinni að EES-samningnum höfum við Íslendingar hengt okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við það sem er að gerast annars staðar í heiminum.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

„Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir meðal annars í skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir framkvæmdastjórn sambandsins um stöðu innri markaðar þess og gefin var út í apríl síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að efnahagslega hafi Evrópusambandið dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum.

„Jafnvel þó að asísk hagkerfi séu ekki tekin inn í myndina hefur innri markaður Evrópusambandsins einnig dregizt aftur úr Bandaríkjunum. Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan sambandsins,“ segir einnig. Þó

...