Syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur með Sinfó í Hörpu í kvöld.
Syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur með Sinfó í Hörpu í kvöld. — Morgunblaðið/Eggert

Fyrstu áskriftartónleikar vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) verða í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitar­stjóra. Á þeim mun Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón og staðarlistamaður SÍ, flytja stórbrotnar ­aríur úr nokkrum af dáðustu óperum Richards Wagners. Þá verða einnig fluttir áhrifamiklir óperuforleikir Wagners, eins og segir í tilkynningu. Ólafur Kjartan hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims, m.a. á hinni virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi sem Wagner stofnaði. Tónleikakynning verður í Hörpuhorni kl. 18 og er aðgangur að henni ókeypis.