Það er mikið líf og fjör í Reykjanesbæ um þessar mundir, en bærinn fagnar í ár 30 ára afmæli á menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar setti hátíðina í dag með leik- og grunnskólabörnum, en yfir 200 viðburðir verða í boði í bænum að þessu sinni
Gleði Búast má við fjölmenni og stemningu í Reykjanesbæ á Ljósanótt næstu daga.
Gleði Búast má við fjölmenni og stemningu í Reykjanesbæ á Ljósanótt næstu daga.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Það er mikið líf og fjör í Reykjanesbæ um þessar mundir, en bærinn fagnar í ár 30 ára afmæli á menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar setti hátíðina í dag með leik- og grunnskólabörnum, en yfir 200 viðburðir verða í boði í bænum að þessu sinni. Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og verkefnastjóri Ljósanætur, segir að stemningin sé virkilega góð fyrir hátíðinni í ár.

„Það er alltaf mikil eftirvænting fyrir hátíðinni og má segja að fólk sé svona að snúa til baka eftir ævintýri sumarsins, þar sem allir eru út og suður, og þá verða fagnaðarfundir og þú finnur fyrir því hvað það er gott að vera hluti af góðu samfélagi,“ segir Guðlaug í samtali við

...