Krafa okkar er einföld, við viljum einfaldlega að við séum skráð til heimilis þar sem við sannarlega búum og fáum sömu þjónustu og aðrir íbúar sem borga sömu gjöld til sveitarfélagsins og við.
Valdimar Óskarsson
Valdimar Óskarsson

Valdimar Óskarsson

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um búsetu í frístundahúsnæði í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG).

Sveitarstjórn GOGG auglýsir grimmt hversu gott er að búa í „sveit“ með þau áform að byggja þéttbýliskjarna að Borg, en hver borgar?

Staðreyndin er sú að GOGG er vel stætt sveitarfélag, það er að miklu leyti vegna allra þeirra frístundahúsa sem eru á svæðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að GOGG veitir eigendum frístundahúsa lágmarksþjónustu og virðist hafa takmarkaðan áhuga á að breyta því. Það þurfa jú að vera til aurar í gæluverkefni á Borg sem við, eigendur frístundahúsa, greiðum fyrir. Við fáum ekki þá grunnþjónustu sem íbúar á Borg fá. Samt er til fjármagn til að leggja í miklar framkvæmdir til að bæta ásýnd byggðarkjarnans og endurbætur á íþróttahúsi. Hvaðan

...