Valskonur leika til úrslita um sæti í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir risasigur á Ljuboten, meistaraliði Norður-Makedóníu, í gær, 10:0. Leikið var í Enschede í Hollandi þar sem riðill Vals í 1
Markaregn Ísabella Sara Tryggvadóttir, fyrir miðju, og Jasmín Erla Ingadóttir, til hægri, skoruðu fimm af tíu mörkum Vals gegn Ljuboten.
Markaregn Ísabella Sara Tryggvadóttir, fyrir miðju, og Jasmín Erla Ingadóttir, til hægri, skoruðu fimm af tíu mörkum Vals gegn Ljuboten. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Meistaradeild

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Valskonur leika til úrslita um sæti í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir risasigur á Ljuboten, meistaraliði Norður-Makedóníu, í gær, 10:0.

Leikið var í Enschede í Hollandi þar sem riðill Vals í 1. umferðinni er spilaður en Valskonur mæta hollensku meisturunum Twente í úrslitaleiknum á laugardaginn. Twente vann velsku meistarana Cardiff City í gær á sama velli, Sportpark Schreurserve.

Þar á Valur erfiðan leik fyrir höndum en Twente er sterkasta lið Hollands og skartar m.a. landsliðskonunni Amöndu Andradóttur sem kom þangað frá Val fyrr í sumar. Hún skoraði sjö mörk í 10 leikjum Vals í Bestu deildinni áður en hún fór til Hollands.

...