Sesselja Berndsen fæddist 2. júní 1944. Hún lést 29. júlí 2024.

Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Það var á haustmánuðum 1962 sem Franz, æskuvinur Erlings, kom í heimsókn til okkar til að kynna okkur fyrir unnustu sinni, Sesselju Berndsen, Settu. Síðan var líf okkar tvinnað saman án þess að nokkru sinni hlypi snurða á þráðinn. Þarna var kominn tími til íbúðakaupa. Franz og Setta festu sér íbúð við Háaleitisbrautina og þegar við fórum af stað þá hjálpaði Franz okkur að finna okkar fyrstu íbúð hinum megin við Háaleitisbrautina. Samgangurinn var mikill, enda konurnar heima við að sinna barnauppeldi. Yngstu börnin okkar fæddust með þriggja vikna millibili haustið 1966 og voru skírð saman á annan jóladag 1966. Við mömmurnar sátum saman um sumarið að hekla og prjóna á væntanlega erfingja. Þetta var ljúfur og góður tími. Við vorum ung og fjörug

...