Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Hvenær get ég keypt mér íbúð, hugsa mörg þessi misserin. Á tíma þar sem útborgun hefur hækkað meira en geta margra til þessa að safna er eðlilegt að stjórnvöld séu krafin svara um það af hverju það sé svona erfitt að eignast húsnæði. Húsnæði er grunnþörf okkar allra, skjól í roki og heimili fyrir fjölskyldur. Húsnæði er mannréttindi. Málaflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir almenning til þess að eftirláta markaðsöflunum einum saman að sjá um hann, en það sama á raunar við um flesta málaflokka sem máli skipta. Stefnan í húsnæðismálum var lengi vel að einfaldlega útvega nógu mikið af húsnæði sem uppfyllti lágmarkskröfur, enda staðan langt fram eftir öldinni sú að fátækt fólk bjó í heilsuspillandi hjöllum, kjöllurum og bröggum. Nú til dags er húsnæðisstefna mun víðfeðmari enda er samfélagið bæði ríkara og flóknara en það var þá.

Nýsamþykkt húsnæðisstefna

Alþingi

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir