Gasa Unicef og fleiri stofnanir Sameinuðu þjóðanna notuðu mannúðarhlé til að bólusetja þúsundir barna 10 ára og yngri.
Gasa Unicef og fleiri stofnanir Sameinuðu þjóðanna notuðu mannúðarhlé til að bólusetja þúsundir barna 10 ára og yngri. — Ljósmynd/Unicef

Þriggja daga svæðisbundið mannúðarhlé átaka á Gasasvæðinu var nýtt í bólusetningarátak á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna; Unicef, UNRWA og WHO. Bólusett var gegn mænusótt sem nýlega greindist á svæðinu og óttast að geti breiðst hratt út.

Í tilkynningu frá Unicef á Íslandi kemur fram að 189 þúsund börn undir 10 ára hafi verið bólusett í þessum fyrsta áfanga átaksins. Alls stendur til að bólusetja um 640 þúsund börn 10 ára og yngri.

Mannúðarhléð var virt og haft er eftir svæðisstjóra Unicef að þetta sýni hvað hægt sé að gera til að vernda börn og veita mannúðaraðstoð þegar vilji sé fyrir hendi.