Lögbergsbrekka Umferð hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.
Lögbergsbrekka Umferð hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Umferðin á hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Á vef Vegagerðarinnar segir að þetta sé mun minni aukning en verið hafi alla jafna síðustu misseri.

Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni. Vegagerðin segir að reikna megi með að umferðin aukist í ár svipað og að meðaltali og jafnvel undir meðaltalinu haldi þessi þróun áfram.

Uppsöfnuð umferð um hringveginn hefur aukist um 3,4% frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Segir Vegagerðin að það séu fyrst og fremst tvö landsvæði sem haldi þessari aukningu uppi, Suðurland og höfuðborgarsvæðið.

Minnst ekið á laugardögum

Mest er ekið á föstudögum og minnst á laugardögum, þegar uppsöfnuð umferð frá áramótum er skoðuð. Umferð

...