„Það stóð nú svo sem ekki til á efri árum að standa í þessu öllu saman, en húsið var orðið ónýtt og eitthvað urðum við að gera,“ segir Bogi Karlsson, úrsmiður á Selfossi, en fyrirtækið sem faðir hans, Karl R
Nýbygging Fyrirtækið Karl úrsmiður á Selfossi, sem er 60 ára í dag, stendur fyrir byggingu nýs íbúðar- og verslunarhúsnæðis á Austurvegi 11.
Nýbygging Fyrirtækið Karl úrsmiður á Selfossi, sem er 60 ára í dag, stendur fyrir byggingu nýs íbúðar- og verslunarhúsnæðis á Austurvegi 11. — Tölvuteikning/Húsey

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

„Það stóð nú svo sem ekki til á efri árum að standa í þessu öllu saman, en húsið var orðið ónýtt og eitthvað urðum við að gera,“ segir Bogi Karlsson, úrsmiður á Selfossi, en fyrirtækið sem faðir hans, Karl R. Guðmundsson úrsmiður, stofnaði fagnar í dag, 5. september, 60 ára afmæli.

Afmælisárið er viðburðaríkt en starfsemin hefur tímabundið verið flutt að Eyrarvegi 38 á Selfossi. Úrsmíðastofa og verslun hefur í 58 ár verið til húsa á Austurvegi 11. Það húsnæði var orðið lúið og hefur verið rifið. Til stendur að reisa nýja fjögurra hæða byggingu, þar sem verslunarhúsnæði verður á neðstu hæð og 13 íbúðir á efri hæðunum þremur.

Stefnt að opnun eftir tvö ár

Bogi segir vonir standa

...