Haldið er til haga á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdal að nú eru 90 liðin frá því að fyrri hluti skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk kom út. Safnið á Gljúfrasteini er svo 20 ára í ár
Skáldaslóð Leiðir um land og sögu.
Skáldaslóð Leiðir um land og sögu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Haldið er til haga á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdal að nú eru 90 liðin frá því að fyrri hluti skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk kom út. Safnið á Gljúfrasteini er svo 20 ára í ár. Af þessu tilefni verður efnt til skáldagöngu nk. sunnudag 8. september, kl. 14.

Gengið verður frá Gljúfrasteini upp að Helgufossi með göngustjóra í fararbroddi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Pétur Gunnarsson munu lesa kafla upp úr Sjálfstæðu fólki. Við Helgufoss bíða fólks kaffiveitingar, í göngu sem má ætla að taki klukkutíma hvora leið.