Óttar Guðjónsson hagfræðingur kallar eftir því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr viðmiði Seðlabankans fyrir verðbólgu. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Óttar í ViðskiptaMogganum í gær. Í greininni bendir hann á að seðlabankastjóri hafi…
Óttar Guðjónsson
Óttar Guðjónsson

Óttar Guðjónsson hagfræðingur kallar eftir því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr viðmiði Seðlabankans fyrir verðbólgu. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Óttar í ViðskiptaMogganum í gær. Í greininni bendir hann á að seðlabankastjóri hafi ásamt öðrum ritað skýrslu sem kom út árið 2018 um framtíð peningastefnunnar. Í þeirri skýrslu var lagt til að húsnæðisliðurinn yrði fjarlægður úr viðmiði bankans.

Í samtali við Morgunblaðið segir Óttar að ekki sé víst að nægilegt sé að breyta um aðferð við að reikna húsnæðisliðinn og vísar þar í nýja aðferð húsaleiguígilda. Það væri betra, að hans mati, að taka liðinn alfarið út.

„Um 90% af fólki vill ekki hafa þetta fyrirkomulag þannig, af hverju er þetta svona?“ segir Óttar.

Spurður hvort það myndi ekki leiða til þess, ef hann

...