40 ára Nanna ólst upp í Hruna í Hrunamannahreppi þangað til hún flutti í vesturbæ Reykjavíkur 11 ára gömul. Hún útskrifaðist af fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík og nam myndlist áður en hún fór í heimspeki í Háskóla Íslands. Á námsárunum bjó Nanna í Berlín og London og tók meistaragráðu í síðarnefndu borginni við Kingston-háskóla í heimspeki og gagnrýnum fræðum. Nanna kláraði doktorspróf í heimspeki frá HÍ 2018.

Um þessar mundir vinnur Nanna sem sérfræðingur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og sinnir einnig kennslu við námsbraut í heimspeki. Nanna hefur sinnt ýmsum störfum á sviði heimspeki á Íslandi á borð við að vera ritstjóri Hugar – tímarits um heimspeki. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað menningarlegar birtingarmyndir berskjöldunar auk þess að skoða hugmyndir um þreytu, orku og stöðu langveikra á Íslandi. Auk þess hefur hún einnig verið í

...