Tökum bara eftir fegurðinni í hinu smæsta. Fegurð lífsins sem er allt í kringum okkur. Það er nefnilega þar sem styrkleiki okkar liggur.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Sigurbjörn Þorkelsson

Hann var hæddur af heiminum og yfirgefinn af sínum eigin liðsmönnum. Og enn í dag hæðast menn að honum, gera lítið úr honum og yfirgefa hann. Samt lifir hann enn, á fleiri vini og er máttugri en nokkru sinni.

Jesús Kristur er nefnilega uppspretta lífsins. Fullkomnun kærleika Guðs. Næring í erli dagsins. Hann er boðberi kærleika, friðar og fyrirgefningar. Himnaríkið sem við flest ef ekki öll þráum.

Jesús Kristur er miðpunktur sögunnar. Útgangspunktur lífsins. Markmið þess og tilgangur. Stjarnan sem birtir okkur kærleika Guðs og vísar okkur veginn að hinu himneska undri. Veginn til sannleika, friðar og réttlætis. Honum sé dýrðin um aldir alda og að eilífu. Amen.

Endir lífsins á krossinum forðum var nefnilega og er enn uppspretta vonar

...