„Ljósanótt er eins konar þjóðhátíð fyrir okkur hér í Reykjanesbæ. Það er gríðarlega mikil gróska í bæjarlífinu þá vikuna og fullt af spennandi viðburðum út um allt,“ segir Ingólfur Karlsson veitingamaður sem rekur veitingastaðinn…
Reynsla Ingólfur og Helena hafa staðið vaktina á Langbest í heil 27 ár og selja um 15 lítra af frægri béarnaisesósu sinni á dag.
Reynsla Ingólfur og Helena hafa staðið vaktina á Langbest í heil 27 ár og selja um 15 lítra af frægri béarnaisesósu sinni á dag.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

„Ljósanótt er eins konar þjóðhátíð fyrir okkur hér í Reykjanesbæ. Það er gríðarlega mikil gróska í bæjarlífinu þá vikuna og fullt af spennandi viðburðum út um allt,“ segir Ingólfur Karlsson veitingamaður sem rekur veitingastaðinn Langbest í Reykjanesbæ þar sem menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt fer fram næstu daga og um helgina. „Við veitingafólkið erum reyndar bundin í vinnu mestallan tímann en reynum samt alltaf að kíkja á einhvern viðburð eins og til dæmis árgangagönguna, sem er mjög skemmtileg, eða tónleika og aðrar sýningar ef maður getur, en það er náttúrlega brjálað að gera alla þessa viku og stundum kemst maður ekki neitt. Það er samt bara gaman að standa í þessu og við verum með algerlega frábært starsfólk hjá okkur sem stendur sig eins og hetjur alla þessa risastóru helgi. Veðrið þessa helgi

...