Bára Kristinsdóttir (1960) Heitir reitir, án titils 7, 2005 Ljósmynd, 100 x 120 cm
Bára Kristinsdóttir (1960) Heitir reitir, án titils 7, 2005 Ljósmynd, 100 x 120 cm

Viðfangsefni listmálara í gegnum tíðina hafa margoft hverfst um tvo aðskilda heima, inni og úti. Skagen-málararnir dönsku létu þannig stundum ljósgeisla falla inn í dimm húsakynnin um dyr og glugga og tengdu þannig saman þessar tvær aðskildu veraldir. Gróður fær ekki þrifist nema við sólarljós og yl og þannig umhverfi getur verið heillandi ævintýraheimur út af fyrir sig, eins og eldri kynslóðir muna frá dögum Edens í Hveragerði. Lífið í og við gróðurhús er viðfangsefni Báru Kristinsdóttur í ljósmyndaröð sem var fyrst sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í verkunum tekst Bára á formrænan og hugvekjandi hátt á við skilin milli hlýju og hlýrrar birtu tilbúins suðræns heims innan við glerið, þar sem suðræn aldin vaxa og framandi gróður dafnar, og svo kulda og myrkurs hins norræna lands fyrir utan.

Bára lærði ljósmyndun í Gautaborg og hefur samhliða myndlistarsköpun sinni

...