Týr Viðskiptablaðsins er ekki fyllilega sáttur við ríkisendurskoðanda og telur hann mega svipast um eftir eigin bjálka í stað þess að leita logandi ljósi að flísum annarra. Ríkisendurskoðun hafði verið að gera athugasemdir við að sjóðir eða…
Guðmundur Helgi Björgvinsson
Guðmundur Helgi Björgvinsson

Týr Viðskiptablaðsins er ekki fyllilega sáttur við ríkisendurskoðanda og telur hann mega svipast um eftir eigin bjálka í stað þess að leita logandi ljósi að flísum annarra. Ríkisendurskoðun hafði verið að gera athugasemdir við að sjóðir eða stofnanir sendu honum ekki ársreikning og skýrslu um ráðstöfun fjár, en Týr segir að hann mætti líta í eigin barm, því að hann hafi ekki skilað ársskýrslu um störf stofnunarinnar frá árinu 2021! Viðskiptablaðið heldur áfram og segir þetta ekki aðeins snúast um virðingu gagnvart þeim sem fjármagna þessa ríkisstofnun, heldur væri áhugavert að „lesa um framgang ýmissa mála sem hafa verið á könnu Ríkisendurskoðunar á undanförnum árum.

Í því samhengi má rifja upp að Ríkisendurskoðun birti skýrslu um hvernig staðið var að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði fyrir tveimur árum síðan. Ríkisendurskoðandi gagnrýndi söluna meðal annars á

...