Bændur. Haustið 2026 setjið þið aðeins á arfhrein hrútlömb nema örfá forystulömb. Þá hafið þið náð því markmiði að útrýma riðuveiki á Íslandi.
Jón Viðar Jónmundsson
Jón Viðar Jónmundsson

Jón Viðar Jónmundsson

Þegar ARR-genið fannst í Þernunesi fyrir fáum árum gjörbreyttust öll viðhorf til þess að loksins væri mögulegt að útrýma riðuveiki hjá sauðfé á Íslandi. Fjáreigendur hafa með aðgerðum sínum síðan sýnt að þetta er þeirra vilji og ætlun. Stjórnvöld og framkvæmdaraðilar þvælast hins vegar fyrir og virðast vilja tefja málið eftir bestu getu. Þessu hef ég því miður komist að raun um í heimsóknum á mikinn fjölda fjárbúa og símtölum við bestu fjárbændur um allt land.

Framkvæmdaraðilum hefur tekist að rugla bestu menn í ríminu. Hlutur stjórnvalda er verri með áætlun sem þau gáfu út á vordögum þar sem allt er í skötulíki og andstætt því sem bændur eru að gera. Í fyrsta skipti er áætlun fyrir bændur sem letur þá til starfa.

Vonandi er öllum nema þessum aðilum ljóst að markmiðið er að gera

...