Íslenski kántrísöngvarinn Axel Ó hefur vakið mikla athygli í kántríheiminum í Bandaríkjunum, sér í lagi í Texas þar sem hann er uppalinn. Hann ræddi um velgengni sína í tónlistinni í Skemmtilegri leiðinni heim við þau Regínu Ósk og Ásgeir Pál á dögunum. Axel hefur nú gefið út nýtt lag með tónlistarmanninum Milo Deering, ábreiðu, og vinnur að nýrri sex laga plötu með honum en lýsa má lögunum sem „acoustic“ kántríábreiðum. Fyrsta lagið af fyrrnefndri plötu, The Dallas Sessions, er ábreiða af lagi Bruce Springsteens, I'm on Fire. Viðtalið má finna á K100.is.