Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Það er mikilvægt að taka umræðuna, en ef við myndum segja okkur frá Parísarsamningnum værum við í félagsskap með löndum eins og Lýbíu, Íran og Jemen og ég held ekki að menn séu að vísa til þess,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag var samþykkt ályktun þar sem m.a. kemur fram að endurskoða eigi skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og verja íslenska hagsmuni og hefur Parísarsamningurinn um loftslagsmál verið nefndur sérstaklega í því sambandi. Var hann spurður um viðhorf sitt til samþykktarinnar.

„Við þurfum alltaf að gæta okkar hagsmuna og það er mjög mikilvægt að taka

...