Brotinn Hákon Arnar Haraldsson leikur ekki næstu mánuðina.
Brotinn Hákon Arnar Haraldsson leikur ekki næstu mánuðina. — Morgunblaðið/Eggert

Hákon Arnar Haraldsson missir af öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á æfingu í fyrradag. Félag hans í Frakklandi, Lille, skýrði frá því í gær að hann væri með brotið bein í fæti og yrði frá í þrjá mánuði. Þá missir hann væntanlega af fyrstu sex leikjum Lille í Meistaradeild Evrópu en gæti spilað tvo síðustu leikina í janúar. Hákon missir m.a. af leikjum við Real Madrid, Juventus og Atlético Madrid.